Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 899 (7.3.2019) - Íbúafundur um Gamla skóla - samantekt vinnuhópa.
Málsnúmer201809053
MálsaðiliDalvíkurbyggð
Skráð afGudrunP
Stofnað dags08.03.2019
Niðurstaða
Athugasemd
Textia) Byggðaráð færir sínar bestu þakkir þeim er höfðu tök á að mæta á íbúafundinn fyrir góðan fund, líflegar umræður og þátttökuna í vinnuhópunum. Hópstjórum eru færðar einnig sérstakar þakkir fyrir þeirra framlag. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja á laggirnir allt að 5 manna vinnuhóp sem hafi það verkefni að vinna úr þeim hugmyndum sem fram koma í samantektum vinnuhópanna sem og að horft verði á þær tillögur sem fram koma úr vinnuhópum í 3 lið hér að ofan, eftir því sem við á. Byggðaráð óskar eftir tillögu að erindisbréfi og samsetningu vinnuhópsins fyrir næsta fund.